Að ferlinu koma fjöldi hönnuða og hér talar Sigurður Einarsson skipulagshöfundur og arkitekt hjá Batteríinu um hönnun svæðisins og gæði staðsetningarinnar:
Íbúðir við Vetrarbraut njóta þess að þeim fylgja óvenju mörg bílastæði – að meðaltali 1,5 bílastæði á hverja íbúð. Þetta þýðir að flest heimili hafa aðgang að tveimur stæðum, eitt fast og annað til viðbótar, sem skapar mikinn sveigjanleika og þægindi í daglegu lífi.
Hvort sem um er að ræða fjölskyldubílinn, aukabílinn eða gesti tryggja þessi stæði að alltaf sé pláss þegar þarf – án þess að leita að lausum stæðum eða greiða aukalega fyrir bílastæði í nágrenni.
Arnar Þór Jónsson aðalarkitekt húsanna segir frá þeim breytingum sem gerðar voru til þess að tryggja öllum íbúum húsanna næg bílastæði:
Það eru einstök gæði sem fylgja því fyrir íbúa að vera staðsett svo nálægt dásamlegri náttúru Heiðmerkur svo að ekki sé minnst á hið augljósa, golfvöllurinn er í bakgarðinum. Hér talar Arnar Þór Jónsson arkitekt um þessa frábæru staðsetningu:
Við hönnun var lagt upp með að innréttingarnar væru praktískar og tímalausar. Hugsað er fyrir hverju atriði, hvar er best að geyma glösin og að ofnhurðin sé ekki að rekast í aðra hluti.
Telma Guðmundsdóttir innanhússarkitekt talar hér um mikilvægi þessarra hluta í hönnuninni innanhúss:
Í hverri einustu íbúð er loftskiptikerfi sem eykur loftgæði, stuðlar að heilnæmu innilofti og bætir líðan íbúa. Kerfinu er stjórnað innan hverrar íbúðar og tryggir stöðuga loftræstingu, dregur úr raka og óæskilegum ögnum í andrúmsloftinu og hjálpar þannig til við að skapa ferskt og heilsusamlegt andrúmsloft. Þar að auki stuðlar loftskiptikerfi að orkusparnaði.
Hér talar Arnar Þór Jónsson arkitekt um systurkröfurnar, loftgæði og hljóðgæði:
Það er stór ákvörðun að fjárfesta í íbúðarhúsnæði og mikilvægt að hafa yfirlit yfir alla þætti í ákvörðunarferlinu. Hér til hliðar er heildarmynd af viðtölunum sem tekin voru við hönnuði verkefnisins: