Einstök staðsetning fyrir útivistarfólk og næg bílastæði

Vetrarmýrin er í mikilli uppbyggingu og er Vetrarbrautin hluti af nýju hverfi við jaðar friðlandsins í Heiðmörk.

Húsin eru í randbyggðarformi með fallegum inngarði. Íbúðir á jarðhæð hafa sérafnotareiti en íbúðir á efri hæðum eru með svalir. Einstök staðsetning við golfvöll GKG við Vífilstaði þar sem hægt er að bruna á golfbílnum beint úr frístundaskúrnum út á völl.

Fallegar eignir þar sem áhersla er lögð á loftgæði og hefur hver íbúð sitt eigið loftskiptakerfi.

Við hönnun innanhúss var horft til þess að halda innréttingum þannig að þær séu klassískar og tímalausar en jafnframt nútímalegar. Vandað var við val á eldhús- og blöndunartækjum.

Næg bílastæði eru í bílakjallara og hverri íbúð fylgja 1 til 3 einkastæði. Þá fylgir hluta íbúðanna frístundaskúr eða bílskúr í bílakjallara.

ÚRVAL ÍBÚÐA
Vetrarbraut
Vetrarbraut

Sýndaríbúðir

Íbúðirnar eru rúmar og búnar gæða innréttingum og tækjum.

Við innanhússhönnun var vel lagt í hönnun innréttinga og heildarrýmis íbúðanna. Skoðaðu tölvuteiknaðar myndir af því hvernig íbúðirnar geta litið út:

SJÁ MEIRA

Hverfið

Hverfið nýtur sterkra innviða Garðabæjar, auk þess sem stutt er í marga af stærstu verslunarkjörnum höfuðborgarsvæðisins og fjölbreytta þjónustu. Góðar tengingar eru við stofnbrautir og almenningssamgöngur.

Í skipulagi hverfisins er gert ráð fyrir fjölbreyttu göngu- og hjólastígakerfi með góðum tengingum við nálæg útivistarsvæði, ásamt jarðbrú yfir Reykjanesbraut sem styrkir mjög tengingu yfir í miðbæ Garðabæjar. Ein af meginhugmyndum deiliskipulagsins er grænn breiður stígur, svokallaður Vífilsstaðaás, trjágöng sem liggja frá Vífilsstaðaspítala og upp á Hnoðraholtið.

Lesa meira
Vetrarbraut
Vetrarbraut

Náttúran

Byggingarland Vetrarmýrar er einstakt þegar litið er til nálægðar við náttúru. Þaðan er örstutt í Heiðmörk, eitt stærsta og vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins, en hún er að einum þriðja hluta í landi Garðabæjar. Gengt húsunum blasa við sögufrægar byggingar Vífilsstaða á Vífilsstaðahæðinni og skammt undan eru Vífilsstaðavatn og Vífilsstaðahraun.

Útivistarmöguleikar eru óteljandi í nágrenninu og auk þess að vera með golfvöll í bakgarðinum er Golfklúbburinn Oddur stutt frá og hægt að renna í gegnum Heiðmörkina upp að Helgafelli sem er eitt vinsælasta fjall til uppgöngu á höfuðborgarsvæðinu.

SJÁ MEIRA

Svansvottuð gæði – fyrir fólk, framtíð og umhverfi

Í Svansvottuðum íbúðum sameinast hágæði, heilsusamlegt inniloft og ábyrg umhverfisstefna. Slíkar íbúðir eru hannaðar með framtíðina í huga – með áherslu á lágmörkun umhverfisáhrifa og betri innivist.

Betra loft – betra líf

Íbúðirnar uppfylla strangar kröfur um loftræstingu, dagsbirtu og val á efnum. Eiturefni og skaðleg byggingarefni eru útilokuð og þannig dregið úr hættu á heilsufarsvandamálum, hormónaröskunum eða raka og myglu.

Meiri birta – meiri vellíðan

Rými eru hönnuð með áherslu á náttúrulega birtu, sem hefur jákvæð áhrif á líðan og andlega heilsu.

Orkusparandi hönnunlægri rekstrarkostnaður

Allt frá heimilistækjum til einangrunar og loftræsingar er valið með sparnað og orkunýtingu í huga. Þetta skilar sér í lægri kostnaði og umhverfisvænni rekstri.

Strangar gæðakröfur eru gerðar í öllu byggingarferlinu.

Vetrarbraut

Heildar hverfið

Kynningarvef fyrir svæðið í heild má finna á síðunni 210vetrarmyri.is

Sjá meira
Vetrarbraut