Vetrarmýri er nýtt og heillandi hverfi sem rís miðsvæðis í Garðabæ. Framkvæmdir við uppbyggingu þess hófust á miðju ári 2023 en uppbyggingarsvæðið er á afar spennandi stað í nágrenni við Vífilsstaði, golfvöll GKG, útivistarsvæði Heiðmerkur og nýja íþróttaaðstöðu Stjörnunnar í Miðgarði.
Vistvænar lausnir eru órjúfanlegur hluti af hönnun hins nýja hverfis og er skipulag svæðisins umhverfisvottað af alþjóðlega vistvottunarfyrirtækinu BREEAM Communities í Bretlandi, en strangar kröfur liggja að baki slíkri vottun.
Í hverfinu mun verða byggður grunnskóli og þá eru fyrirhugaðar breytingar á deiliskipulagi svæðisins þar sem matvöruverslun verður í göngufæri.
Gildandi deiliskipulag má kynna sér hér en þá er einnig hægt að skoða þær breytingartillögur sem liggja fyrir hér.
Garðabær hefur undanfarin ár komið vel út í viðhorfskönnunum Gallup meðal íbúa sveitafélaganna á höfuðborgarsvæðinu. Fjöldi leikskóla er í bæjarfélaginu ásamt grunnskólum og þá eru einnig fjölbrautaskóli og tónlistarskóli í nágrenninu.
Stutt er út á Reykjanesbrautina og Kringlumýrarbrautin er hinu megin við hæðina.
Hverfið er nærri aðalverslunarkjörnum höfðuðborgarsvæðisins, steinsnar frá er Smáralindin og stutt í Kauptún með fjölda verslana og þjónustu. Garðbæingar halda samt gjarnan tryggð við sinn litla verslunarkjarna að Garðatorgi þar sem er úrval verslana og þjónustu.
Byggingarland Vetrarmýrar er einstakt. Nálægðin við golfvöllinn og vinsæl útivistarsvæði eins og Heiðmörk, Vífilsstaðahæð og Vífilsstaðavatn, gerir hverfið að ákjósanlegum stað fyrir lifandi lífsstíl. Fjölbreytt kerfi göngu- og hjólastíga með tengingum við þessi svæði og nærliggjandi byggðir munu ýta enn frekar undir heilsusamlegan lífsstíl og holla hreyfingu, að ekki sé talað um návígið við hið nýja íþróttahús og íþróttasvæði Stjörnunnar.
Á hverju ári í maí býður Garðabær gestum og gangandi upp á Jazzþorpið á Garðatorgi þar sem boðið eru upp á lifandi tónlist, fræðslu og huggulegheit. Fleiri uppákomur eru árvissar í bæjarfélaginu eins og Kvennahlaupið sem fer fram 19. júní.
Bærinn leggur mikið upp úr afþreyingu fyrir íbúa og eru jafnan uppákomur á bókasöfnum bæjarins að ógleymdu Hönnunarsafni Íslands staðsett á Garðatorgi.